Hand­knatt­leiks­kon­an Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir, sem leikið hef­ur með ÍBV í Olís­deild kvenna í vet­ur, hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi við fé­lagið þess efn­is að yf­ir­gefa það.
�?etta kom fram í frétta­til­kynn­ingu sem ÍBV sendi frá sér á �?or­láks­messu.
Dí­ana Krist­ín er í há­skóla­námi og get­ur ekki tekið starfs­nám sem því fylg­ir í Vest­manna­eyj­um. Af þeim sök­um óskaði hún eft­ir að fá samn­ingi sín­um við ÍBV rift og féllst fé­lagið á beiðni henn­ar. Dí­ana Krist­ín hef­ur leikið 12 leiki með ÍBV á yf­ir­stand­andi leiktíð og skorað í þeim leikj­um 30 mörk.