Hinn árlegi Stjörnuleikur fór fram í gamla salnum á föstudaginn en þessi leikur er að margra mati hápunktur íþróttaársins í Vestmannaeyjum, ef ekki víðar. Var þetta í fimmta skiptið sem handboltastjörnurnar mætast og er óhætt að segja að færri hafi komist að en vildu en fullt var út úr dyrum.
Að þessu sinni var það Sigurbergur Sveinsson sem þjálfaði bláa liðið en það var skipað þeim Birgi, Guðna, Antoni, Gumma og Tedda. �?jálfari gula liðsins var hins vegar Kári Kristján Kristjánsson og var liðið skipað þeim Stebba, �?órhalli, �?la, Daníel og Grétari.
Jafnræði var með liðunum allt til enda og svo fór að liðin skildu jöfn 15:15. Frábær leikur þar sem allir voru í sigurliðinu. �?skar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var að sjálfsögðu meðal áhorfenda og tók meðfylgjandi myndir.