Á dögunum veitti fjölmiðillinn Reykjavík Grapevine viðurkenningar fyrir þá staði á landinu sem þóttu skara fram úr í hinum ýmsu flokkum. Má þar nefna besta gönguleiðin, besta hótelið, besta máltíðin, besta safnið og þar fram eftir götunum. Voru fengnir aðilar úr öllum áttum til að fá niðurstöður, heimamenn, ferðamenn og íslenska sérfræðinga.
Ef litið er yfir verðlaunahafa á suðurlandi má sjá að staðir í Vestmannaeyjum eru nokkuð áberandi enda fjölmargt í boði fyrir fólk á faraldsfæti. Hér má sjá samantektina í heild sinni.
Í fyrsta sæti yfir bestu máltíðina á suðurlandi var Slippurinn en hann deildi sætinu með Tryggvaskálanum á Selfossi. Segir í lýsingunni að báðir staðirnir eigi það sameiginlegt að hafa ástríðu fyrir stað- og árstíðabundnu hráefni.
Í flokknum �??must-see spot�?? voru Vestmannaeyjar efstar á lista. Var það einróma ákvörðun enda sérstaklega einstakur staður sem hefur að geyma eldfjall og Surtsey í þokkabót sem er á lista UNESCO.
Í flokki auðveldra gönguleiða trónir Eldfell á toppnum. Auðveld 40 mínútna ganga yfir ösku og allavega litaða steina sem endar á tilkomumiklu útsýni á toppi fjallsins.
Í flokki skoðunarferða yfir sumartímann var bátsferð í Vestmannaeyjum í öðru sæti en í henni er hægt að skoða eyjarnar frá öllum hliðum, sjá töfrandi klettasyllur, heyra bergmálið í Kafhelli og síðast en ekki síst sjá lunda.
�?að kemur kannski ekki á óvart að á lista yfir bestu söfnin eru Eldheimar í efsta sætinu. Mögnuð saga sett upp á skilmerkilegan hátt. Mjög svo nútímalegt safn.
Að lokum má nefna að í flokki öldurhúsa voru The Brothers Brewery valdir nýliðar ársins. Ekki nóg með að það sé hægt að gæða sér á bjór úr smiðju bruggbræðranna, þá bjóða þeir einnig upp á bruggferðir þar sem farið er yfir bruggferlið í heild sinni og afurðin smökkuð.