Í nýjum samþykktum fjárlögum kemur fram að bæjarskrifstofurnar munu flytja á þriðju hæð í nýju Fiskiðjunni. �?að kvikna því upp hugmyndir hvað verður um eytt fallegasta hús bæjarins sem verið er að laga, en húsið er mjög illa farið.
Aðspurður sagði Elliði Vignisson að bæjarstjórn hefur nokkuð rætt um möguleika tengdum gamla sjúkrahúsinu sem seinustu ár hafa verið nýtt undir bæjarskrifstofur.
�??�?að var því miður orðið verulega illa farið og ekki heppilegt til að hýsa skrifstofur. Raki í veggjum var mikill, gluggar ónýtir, gólfplata og söklar þörfnuðust viðgerða og fleira má til telja. Núna erum við að leggja höfuð áherslu á að verja húsið frekari skemmdum. Skipt verður um alla glugga, múr lagaður, gólfplata löguð og þar fram eftir götunum. Í framhaldi af því verður farið í framkvæmdir innandyra. �?etta umrædda hús er að mínu mati, og margra annarra, eitt af fallegustu húsum landsins. �?að var teiknað af Gujóni Samúelssyni og gengdi hlutverki sjúkrahús frá 1927 til 1973. Saga þess er algerlega samofin samtíðarsögu Vestmannaeyja og því alveg ljóst að því verður fundið hlutverk og gert hátt undir höfði,�?? sagði Elliði.
Elliði sagði að fram hafa komið hugmyndir um að sérstaklega verði skoðað að nýta það sem nokkurskonar blöndu af viðhafnarsal sveitarfélagsins og fágætissafns. �??Í hugmyndinni hefur sérstaklega verið bent á að vel færi á að nýta húsið undir valin verk í eigu bæjarins svo sem Kjarvalssafnið, Sigmundssafnið, valið efni úr ljósmyndasafni Sigurgeirs jónssonar, ljósmyndasafni Vestmanneyja og fágætissafni Ágústar Einarssonar svo eitthvað sé nefnt.�??
�?á yrði þar komið fyrir virðulegum móttökusal fyrir Vestmannaeyjabæ og íbúa. �?annig gæti húsið gengt svipuðu hlutverki fyrir okkur Eyjamenn og Höfði gegnir fyrir borgina, �??sem sagt blanda af safni og hátíðarsal.�??
Hugmyndunum hefur verið vel tekið sagði Elliði , �??nokkuð góðar líkur á að hugmyndir þessar nái fram að ganga.�??