�?að verða tímamót hjá �?ekkingarsetri Vestmannaeyja í janúar þegar starfsemin flyst af Strandvegi 50 á aðra hæð Fiskiðjunnar sem fær þar með nýtt hlutverk. Hæðin er samtals rúmir 1000 fermetrar og allt skipulag og hönnun miðast við þær kröfur sem gerðar eru í dag til skrifstofu- og atvinnuhúsnæðis. Er þetta stökk fram á við um meira en 60 ár því Hvíta húsið, eins og húsið að Strandvegi 50 er kallað dags daglega var byggt árið 1953. Er enn þá reislulegt hús en er barn síns tíma.
�?ekkingarsetur Vestmannaeyja var stofnað 23. janúar 2008 og hefur því nú brátt starfað í 10 ár og hefur Páll Marvin Jónsson stýrt því frá upphafi. Starfsemin er mjög víðtæk en starfseminni er skipt upp í þrjú svið, Kjarnasvið, Safnasvið og Stoðsvið. Á kjarnasviði veitir þekkingarsetrið ýmsa þjónustu til fyrirtækja og stofnanna sem hafa aðstsöðu innan Setursins ásamt því að annast starfsmannahald, launamál, bókhald, rekstur húsnæðis og fleiri þætti varðandi almenna starfsemi Setursins. Á Stoðsviði er veitt þjónusta sem er ætlað að styðja við atvinnulífið í Eyjum. Grunnur þeirrar þjónustu er samningur við Samtök Sunnlenskra Sveitafélaga (SASS) um atvinnumál og samningur við Vestmannaeyjabæ um stuðning við ferðaþjónustuna en sérstök áhersla á sjávarútveg og ferðaþjónustu. Samhliða því fer ýmiskonar rannsókna- og þróunarvinna fram undir stoðsviði og tilheyrir rekstur rannsóknabáts og búnaður sviðinu.
Fjölbreytt starfsemi
Söfn í eigu bæjarins heyra líka undir Setrið, byggðasafn og náttúrugripa- og fiskasafn Vestmannaeyja undir nöfnunum Sagnheimar og Sæheimar. Söfnin eru rekin samkvæmt samningi við Vestmannaeyjabæ í þeim tilgangi að efla bæði safna og fræðastarf í Vestmannaeyjum. Innan vébanda Setursins eru Hafrannsóknarstofnun, Rannsóknaþjónusta Vestmannaeyja, Náttúrustofa Suðurlands, Matís ohf., Viska, Mannvit, Háskólinn í Reykjavík, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sem öll starfa sjálfstætt og útgerðarfélagið Huginn, Háskóli Íslands og útbú endurdkoðunarstofu KPMG mun flytja inn í Setrið á nýju ári.
�??�?að er stefnt að því að allir verði fluttir inn um miðjan janúar mánuð en í kjölfarið munum við halda formlega opnun starfseminnar á �?gisgötunni,�?? segir Páll Marvin. �??Núna erum við að klára að setja saman húsgögn og stefnum á að flytja starfsemina yfir í áföngum í janúar. Í allt verða þetta 13 fyrirtæki og stofnanir sem flytja í Fiskiðjuna með um 26 starfsmenn með fasta viðveru.�??
Fiskiðjan, sem var eitt af fjórum stóru fiskvinnsluhúsunum í Vestmannaeyjum var byggð um miðja síðust öld þegar uppgangur var sem mestur í byggingu hraðfrystihúsa. Húsið hefur ávallt þótt svipmikið, var í raun tvö hús, samtengd með eins konar svalagangi. Er það vesturhúsið sem nú er að fá nýtt hlutverk en eystra húsið var rifið í sumar. Fyrsta janúar 1992 var rekstur Fiskiðjunnar sameinaður rekstri Vinnslustöðvarinnar og fluttist fiskvinnslan smám saman í húsnæði Vinnslustöðvarinnar við Friðarhöfn. Hin síðari ár hefur fiskur ekki verið unninn í Fiskiðjunni en frystiklefar hússins nýttir til geymslu á afurðum.
�??�?etta verður mikil bylting fyrir okkur. �?að er ekki bara að nú erum við að flytja í bjartara og rúmbetra pláss heldur verða umskiptin ekki minni fyrir rannsóknir og kennslu sem eru stór hluti af starfsemi Setursins. �?að er líka ánægjulegt að sjá fyrir endann á þessu stóra verkefni þannig að við getum farið að snúa okkur að öðrum og skemmtilegri verkefnum.�??
Risastórt verkefni
Næsta stóra skref hjá Setrinu er að landa samningum við skemmtifyrirtækið Merlin sem vill flytja hingað hvali og setja upp hvala- og fiskasafn í Vestmannaeyjum. �??�?etta risastóra verkefni er á lokametrunum og ljóst að koma Merlin til Eyja verður mikill fengur fyrir samfélagið. En ekki síður mun það efla starfsemi �?ekkingarsetursins að fá þá inn í Setrið sem hluta af þekkingarsamfélaginu hér. Í dag eru þeir í viðræðum við verktaka um að hefja framkvæmdir sem fyrst. Fyrirtækið Merlin er stórt á alþjóðavísu og eins og er orðið vel kunugt þá eru þeir með mjaldra sem þeir vilja flytja til Eyja frá Kína. Aðstaða fyrir hvalina verður reist þar sem gömlu húsakynni Ísfélagsins voru með tenginu við nýju aðstöðu �?ekkingasetrusins sem er á annarri hæðinni í vesturhúsi Fiskiðjunnar. Fiskasafnið verður síðan á fyrstu hæðinni, undir okkur. Gangi allt eftir vonast ég til að þarna verði til tíu ný störf auk þess sem safnið mun hafa gífurlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn og mun hjálpa okkur að markaðssetja Vestmannaeyjar og það sem við höfum upp á að bjóða,�?? segir Páll Marvin.
Ný tækifæri
Hann leggur þó áherslu á að þegar sé mikið starf í gangi. �??Hrafn Sævaldsson, nýsköpunar- og þróunarstjóri og Raquel Ísabel Díaz, verkefnastjóri markaðs- og ferðamála hafa skilað góðu verki. Vestmannaeyjabær hefur samþykkt að semja við Ferðmálasamtök Vestmannaeyja um inngöngu í Markaðsstofu Suðurlands. Inngangan kemur á góðum tímapunkti þar sem við fáum nýja ferju á árinu 2018 sem gefur okkur tækifæri til markaðssóknar utan okkar hefbundna hánnatíma sem er í dag rétt um fimm mánuðir. �?að er því mikilvægt að eiga gott samstarf við ferðaþjónustuna á megininlandu og innanga okkar í Markaðsstofuna kemur til meða að hjálpa til með að lengja tímabil ferðaþjónustunnar í báða enda.�??
Páll Marvin væntir mikils af samstarfinu við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Einn hluti samstarfsins við HR var þriggja anna diplómanám í haftengdri hagfræði sem hér var haldið á þessu og síðasta ári. �??Við stefnum á að byggja hér upp rannsóknarstarf og nám í samstarfi við HR og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og svo bindum við vonir við að Háskóli Íslands muni opna öflugt útbú hér að nýju, en það má nefna að við höfum á undanförnum árum tekið þátt í rannsóknum á háhyrningum í samstarfi við Hafrannsóknastofnun, HÍ og alþjóðlegar rannsóknastofnanir og háskóla. �?etta eru allt spennandi verkefni og með bætri aðstöðu og aðkomu nýrra aðila inn �?ekkingarsetrið trúi ég því að Setrið muni eflast og styrkjast enn frekar á komandi árum,�?? sagði Páll Marvin að lokum.