Mæðgurnar Sigurbjörg Kristín �?skarsdóttir og Oddný Sigurrós Gunnarsdóttir fóru fyrr á árinu erlendis til að ná sér í þjálfararéttindi í Poundi. Ekki vitum við mörg hvað það er enda eru þær mæðgur fyrstu á Íslandi til þess að ná sér í réttindi sem þessi.
Pound er hressandi líkamsþjálfun sem sameinast af þol og styrktarþjálfun, innblásið af jóga og pilates æfingum. Í tímum er notast við �??ripstix�?? sem eru sérhannaðir trommukjuðar fyrir æfingarnar, kjuðarnir vega 130gr. hver sem gerir æfingarnar árangursríkari. Pound býður uppá stuðtíma sem veitir aukna orku, styrkingu, útrás og fyrir þá sem vilja rokka. �?ú brennir allt að 900 hitaeiningum á klukkustund, styrkir og bætir vöðva sem við sjaldan náum að þjálfa, þú trommar þig í gott form við frábæra tónlist.
Pound er fyrir alla
Sigga Stína eins og hún er alltaf kölluð kynntist Pound þegar hún var að leita að æfingarkerfi sem henni langaði að vinna með, �??í framhaldi setti ég mig í samband við eigendur Pound fyrirtækisins í Kaliforniu. Uppfrá því fóru hjólin að snúast sem endaði á því að ég fór erlendis til að fá þjálfunarréttindi ásamt Oddnýju, og erum við þær fyrstu á Íslandi með þessi réttindi.�?? Sigga Stína sagði að fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að Pound bætir ofnæmiskerfið, vinnur vel gegn kvíða og þreytu ásamt að minnka króníska verki, �??Pound er líka snilld fyrir einstaklinga með ofvirkni og eða athyglisbrest. �?að er bara fyrir alla unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna, æfingarnar eru aðlagaðar að þínum þörfum.�??
Viðtökur góðar í kynningartímum
�??�?g ákvað að kynna Pound fyrir leikfimishópnum skutludaze, sem ég er með í Friðarbóli til að athuga hvernig þeim líkaði. �?að er ekki ofsögum sagt að viðtökurnar voru langt umfram það sem ég vænti og urðu þetta vinsælustu tímarnir,�?? sagði Sigga Stína.
�??�?ær töluðu um að það hafi aldrei verið eins skemmtilegt að stunda líkamsrækt og það væri alltaf stuð og stemmning í Pound tímum, þeim fannst þær hafa fengið betri styrk og þolið væri miklu betra og þetta eru konur frá rúmlega tvítugu til sextugs, �?? sagði Sigga Stína að lokum.