Í lok júlí 2017 kom hingað til lands hópur á vegum FootJoy til að taka upp auglýsingaefni. Fjórum heppnum kylfingum var boðið í einstaka golfferð til Íslands til að prófa nýjar vörur frá FootJoy við allar þær mismunandi aðstæður sem íslenskt sumar hefur uppá að bjóða. Rástímar voru bókaðir hjá Keili, í Vestmannaeyjum og Brautarholti og einnig var stoppað á Strandarvelli. Allt saman var þetta fest á filmu og nú er komið að þriðja og síðasta myndbandinu frá þessari heimsókn og er óhætt að segja að Ísland og íslenskir golfvellir séu í aðalhlutverki.