Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tilkynnti á blaðamannafundi kvennalandsliðsins í dag að stjórn KSÍ hefði ákveðið að jafna árangurstengdar greiðslur hjá karla- og kvennalandsliðum Íslands. �?etta var samþykkt einróma á fundi stjórnar KSÍ. KSÍ fetar þar með í fótspor norska knattspyrnusambandsins sem ákvað að fara sömu leið í byrjun desember.