Laugardaginn 27. janúar mun Elliði Vignisson bæjarstjóri taka formlega á móti höfðinglegri gjöf frá Jóhönnu Hermannsdóttur. �?á munu Gísli Pálsson prófessor og Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis ræða stuttlega um verkið og sögu þess. Um er að ræða málverkið Hefnd Helgafells eftir Guðna Hermansen. Málverkið er einstakt fyrir þær sakir að það sýnir eldgos í Helgafelli, enda þótt það sé málað 1971, þegar engum datt slíkt í hug. Eldgosið sem Guðni sá voru mótmæli hins helga fjalls við malartökunni í hlíðum fjallsins. Af því tilefni er ætlunin að sýna sem allra flest málverk Guðna af Helgafelli, en vitað er að fjallið var honum lengi hugleikið og hann málaði fjölda mynda af því.
�?eir sem eiga málverk eftir Guðna af Helgafelli og eru tilbúnir að lána á sýningu í Safnahúsinu í um viku-
tíma eru vinsamlegast beðnir um að hringja í forstöðumann hússins í síma 892 9286 eða 488 2041 eða á Bókasafnið í síma 488 2040.