�?að er vel við hæfi að �?mar Garðarsson sé fyrsti Eyjamaður vikunnar á árinu 2018 en hann hætti störfum hjá Eyjafréttum í lok árs 2017 eftir rúmlega 30 ára feril sem blaðamaður og ritstjóri. �?mar segir það hálfgerða tilviljun að hann hafi fetað þessa braut í lífinu og að gott samstarfsfólk sé m.a. það sem stendur upp úr á ferlinum. �?mar er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: �?mar Garðarsson.
Fæðingardagur: �?ann 17. september 1949.
Fæðingarstaður: Reykjavík en ólst upp á Seyðisfirði frá tveggja ára aldri.
Fjölskylda: Giftur �?orsteinu Grétarsdóttur og við eigum fjögur börn og barnabörnin eru átta.
Uppáhalds vefsíða: Innlendar fréttasíður.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?ll góð tónlist, sama í hvaða flokki hún er.
Aðaláhugamál: Fram að þessu hefur það verið vinnan. Líka íþróttir og íþróttastarf, líkamsrækt, bíómyndir, tónlist og bækur og margt fleira.
Uppáhalds app: Veit ekki.
Hvað óttastu: Að vera einn.
Mottó í lífinu: Að vera skikkanleg manneskja.
Apple eða Android: Er það ekki Android?
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: �?að væri gaman að sitja á spjalli við Brian Wilson, úr Beach Boys, sem er reyndar enn á lífi og John Lennon úr Bítlunum. Miklir meistarar báðir tveir.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Margrét Björk sem dansar svo flott, Ari Sigurgeirsson, Framari og Victoría Ísól hestakona. ÍBV og aftur ÍBV og svo smá Liverpool.
Ertu hjátrúarfullur: Já, með stórum staf.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Sprikla reglulega í Hressó sem er ein af stoðum Vestmannaeyja.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Vandaðir þættir af öllum gerðum og svo fréttir.
Hvenær byrjaðir þú í blaðamennsku og af hverju ákvaðstu að feta þá braut: Í júní 1986. Fyrir tilviljun og stutta svarið er að ég svaf yfir mig.
Hvað stendur upp úr á yfir 30 ára ferli: Gott samstarfsfólk og það traust sem mér hefur verið sýnt í gegnum árin.
Hvað tekur nú við: Ýmis verkefni tengd fjölmiðlun og svo bara að njóta lífsins á meðan heilsan leyfir.