Veitingastaðurinn Slippurinn var með einn rétt af átta rétta matseðli á hátíðarkvöldverði klúbbs matreiðslumeistara um síðustu helgi. Í tilkynningu frá þeim segir að, �??þetta er stærsti og flottasti kvöldverður sem haldin er ár hvert hér heima og það hleypur á hundruðum af fagmönnum sem koma að undirbúningi ár hvert. Rétturinn okkar var gerður úr þorsk klumbru sem er vöðvi aftan við hausinn. Hann er snyrtur, grafin, brenndur og gljáður með hunangi, hvönn og beltisþara. Svo er stökkur brauðraspur með blóðbergi og sítrónutimían. Kremið er lagað úr gerjaðri hvönn og skessujurtarolíu og gljáin á disknum úr kjúklingasoði, villisveppum, hvannarfræjum og vel af smjöri.�??