Gert er ráð fyrir því að BODO verði komin í áætlun milli Vestmannaeyja og �?orlákshafnar 24. eða 25. Janúar sagði Gunnlaugur Grettisson forstöðumaður Sæferða í sambandi við Eyjafréttir.
Aðspurður sagði Gunnlaugur að nú hafa verði staðfestir allir veigamestu þættir er varða viðgerð á gír Herjólfs. �??Ferjan BODO mun sigla frá Bodo í Noregi 21. eða 22. janúar. Eins og áður mun skipstjóri úr áhöfn Herjólfs fara til Noregs og sigla með norskri áhöfn til Íslands. Á meðan BODO siglir í fjarveru Herjólfs munu áhöfn verða skipuð norskum skipstjóra, yfirstýrimanni, öðrum stýrimanni, yfirvélstjóra, fyrsta vélstjóra, bátsmanni og háseta. Frá Eimskip, Herjólfi koma skipstjórnarmaður, tveir hásetar, þrjár þernur og bryti og því alls 14 manns í áhöfn.�??
Allir varahlutir komu til landsins í desember og mun viðgerðin fara fram í Hafnarfirði og gert er ráð fyrir því að hún taki um 14-16 daga.
�??Staðfesting er kominn frá MAN um að tveir sérfræðingar og einn aðstoðarmaður leggi af stað frá Danmörku þann 22 janúar. Auk þeirra mun sérfræðingur frá Afltækni, vélstjórar Herjólfs og aðrir starfsmenn Eimskip, Herjólfs vinna við verkið,�?? sagði Gunnlaugur.