Elís Jónsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að hann hygðist gefa kost á sér í próf­kjöri Sjálfstæðisflokks­ins í Vestmannaeyjum. Elliði Vignisson bæjarstjóri gaf út fyrir áramót að hann gæfi kost á sér áfram óháð því hvaða leið verði farin.
Elís lagði fram breytingartillögu á fundinum þar sem 20 kusu með henni en 27 á móti. Aðspurður sagði Elís að nú þyrfti bara sjá hvað mundi gerast í framhaldinu �??þetta var allavega ekki til að létta róðurinn hjá flokknum.�?? Elís sagði að málið snúist ekki um hann, �??þetta snýst um samfélagið sem við búum í og ef menn telja þetta vænlegt til árangurs þar sem kjörskráin er rúmlega 3100 manns þá nær það ekki lengra.�?? Elís fór af fundinum þegar niðurstaðan var ljós �??fannst bara tilgangslaust að sitja lengur á þessari leiksýningu.�??
�??�?að var náttúrlega handaupprétting við breytingartillögu minni og það sást svo vel þar hverjir kusu með og móti, 20 með og 27 á móti. Hún snérist bara um að gera tillögu stjórnarinnar um prófkjör raunhæfa, þ.e. bindandi í fyrstu 5 sætin, lámark 10 sem tækju þátt í prófkjöri og prófkjöri yrði lokið fyrir lok febrúar. Satt best að segja veit ég ekki hver rökin eru að vera á móti breytingartillögunni ef þú vilt yfir höfuð prófkjör. Tillagan sambærileg og Sjálfstæðisflokkurinn er að gera í öðrum sveitarfélögum, augljóslega höfðu ekki ákveðnir aðilar áhuga á raunhæfu prófkjöri. �?að var óskað eftir leynilegri atkvæðagreiðslu um tillögu stjórnarinnar, það var bindandi fyrir fyrstu 7 sætin, lámark 14 frambjóðendur í prófkjöri og því lokið fyrir lok janúar. �?að fór 26 já, 28 nei, 1 auður og 1 ógildur. Svo fór ég bara af fundinum í góðu svo ég segi persónulega frá en eflaust vilja einhverjir meina annað. Boðuð dagskrá var bara um prófkjör og kosningu í kjörnefnd eftir atvikum,�?? sagði Elís.
Elís hefur kynnt sér prófkjör vel �??prófkjör var samþykkt í Grindavík í gær, það á að halda það 24. febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnanesi hefur haldið prófkjör í öll skipti nema 2010 frá því að það var haldið hér í Eyjum 1990. �?eir hafa haft hreinan meirihluta frá 1962. �?eir auglýstu eftir framboðum 24. nóvember sl., frestur rann út kl. 17 miðvikudaginn 20.desember og nú á laugardaginn 20. janúar fer prófkjörið fram. 2014 voru allavega 12 prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í sambærilegum sveitafélögum eins og okkar (bæjarfulltrúar 7-9) voru 6-9 að taka þátt. Fyrsta prófkjör á Nesinu 9. nóvember 2013 og síðasta 12. apríl 2014 í Rangárþingi ytra. Fátækleg svör voru frá stjórn um afhverju tillaga þeirra var sett upp svona og á framangreindu sést hvað hún var slæm og illa unnin.�??
Elís sagði að niðurstaðan væri eitthvað sem maður gat átt von á og kom honum ekki á óvart.