Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann 0:6 sigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta þar í landi. Mikið vatnaveður setti svip sinn á leikinn og var t.a.m. gert hlé á leiknum vegna þrumuveðurs í síðari hálfleik.
Margir ungir og óreyndir leikmenn fengu að spreyta sig með liðinu í dag enda ekki um að ræða alþjóðlegan leikdag. Einn þeirra var Eyjamaðurinn Felix �?rn Friðriksson, bakvörður ÍBV, en hann kom inn á fyrir Böðvar Böðvarsson á 71. mínútu leiksins. Niðurstaðan 0:6 eins og fyrr segir, einn af stærstu sigrum íslenska liðsins frá upphafi.