Eyverjar héldu sitt árlega grímuball í höllinni á föstudaginn og voru margar fígúrur sem mikið var lagt í á sveimi um höllina ásamt foreldrum og forráðamönnum. Mikil stemming var í höllinni, Benedikt búálfur kíkti í fjörið ásamt tveimur jólasveinum sem gáfu krökkunum gotterí að lokinni dagskrá. Að venju voru veitt verðlaun fyrir bestu búningana. Frumlegasta búningin fékk sjóræningi í bát, Sólrún Diego mætti með edik brúsan og fékk verðlaun fyrir frumlegasta búningin. Í þriðja sæti var salerni, í öðru sæti var Emoji sól og fyrstu verðlaun hlaut Minecraft. �?ll vel að þessu komin.
myndir