Sjúkraflug er mikilvægur hlekkur í bráðaþjónustu. �?á helst þegar alvarlega veikir eða slasaðir þurfa fá sérhæfða læknishjálp. Oft skiptir þar mestu að viðbragðstími og flutningstími sé sem stystur.
�?yrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út tvisvar til Vestmannaeyja í desember vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp. Um var að ræða F1 útkall, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til. �?yrlan LHG er á bakvakt og tekur það um 45-60 mínútur að gera hana klára í útkall.
Netið rosalega viðkvæmt
Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta kæmi oft upp eins og við vitum flest. �??Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. �?að getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. �?eir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.�??
Staðarvöktuð þyrla lausnin
Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. �??Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. �?annig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. �?annig tryggjum öruggari þjónustu fyrir okkur.�??
Stymir sagði að með staðarvaktaðri þyrlu sem væri annaðhvort í Vestmannaeyjum eða Rangárþingi styttum við viðbragðið til sjúklings. �??�?á erum við að tala um að sjúklingur er komin með sérhæft fólk og þyrlu á innan við hálftíma. Ef þyrlan er staðsett í Vestmanneyjum í skýli og til viðbragðs þá getur sjúklingur verið komið í loftið á fimm til tíu mínútum. �?etta mundi auka öryggistilfininguna svo um munar,�?? sagði Styrmir. Skoða þyrfti samt hvar best væri að hafa þessa þyrlu staðsetta til að þjóna öllu umdæmi HSU á Suðurlandi.
Um hundarð sjúkraflug til Vestmannaeyja 2017
Mýflug fór að sögn Styrmis um hundrað sjúkraflug til Vestmannaeyja á síðasta ári. Að sökum landfræðilegrar staðsetningar eiga þeir oft erfitt með að standa við viðbragðstíma sem talað er um í samningum. �??�?eir eru til dæmis ekki alltaf með lækni um borð í vélinni sinni og þurfa þá jafnvel að koma við og sækja hann á Akureyri eða í Reykjavík sem lengir viðbragðstímann�?? sagði Styrmir.
Bæjaryfirvöld taki málið
Stymir vill sjá bæjarstjórn Vestmannaeyja taka þetta mál á lofti og þrýsti á �?? ég hef séð þau þrýsta á málefni og rífa kjaft út af öðrum hagsmunamálum Eyjamanna�?� �?g vill sjá þau gera það fyrir þetta líka. �?etta getur aukið öryggi fólks til muna. �?? sagi Stymir að lokum.
�?yrlupallur byggður í samráði við LHG
Stymir sagði að mikilvægt væri að fagaðilar komi að gerð þyrlupalls ef það verður að veruleika. En bæjarráð hefur samþykkt til­lögu Stef­áns �?skars Jónas­son­ar, bæj­ar­full­trúa E-list­ans, að fara þess á leit við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra að byggður verði þyrlupall­ur á lág­lendi Heima­eyj­ar. �??�?að er mjög mikilvægt ef bæjarráð er í pælingum um þyrlupall þarf það að gerast í mjög góðu samráði við flugrekstaraðila eins og LHG,�?? sagði Styrmir.