Í ljósi viðtals sem birtist fyrr í morgun við Styrmir Sigurðsson yfirmann sjúkraflutninga hjá HSU vill Landhelgisgæslan koma þessu á framfæri:
Eins og fram kemur í umræddri grein fór þyrla Landhelgisgæslunnar í tvö sjúkraflug til Vestmannaeyja í desember síðastliðnum. Bæði málin komu upp 18. desember en þá var veður mjög slæmt í Eyjum, lítið skyggni og mikil veðurhæð, og því gat sjúkraflugvél ekki farið. Fyrra tilvikið var vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins sem siglt var til Eyja í kjölfarið. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það þyrluna eina klukkustund og 43 mínútur að komast til Eyja. Í síðara tilvikinu þurfti að sækja veikt barn til Vestmannaeyja. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 34 mínútur að komast til Eyja en vegna veðurs varð þyrlan að lenda á Stórhöfðavegi vestan flugvallarins. �?egar um er að ræða útköll með hæsta forgangi (Alfa) er útkallstími þyrla LHG að jafnaði um 25 mínútur en bæði útköllin til Vestmannaeyja 18. desember sl. voru í næsthæsta forgangi (Bravo). �?á var viðbragði Landhelgisgæslunnar ekki seinkað á nokkurn hátt. Í hvorugu tilvikinu höfðu hvíldartímaákvæði áhafna áhrif á útkallstímann heldur var hann í báðum tilfellum innan eðlilegra marka.