Niðurstöður úttektar verðlagseftirlits ASÍ á leikskólagjöldum sveitarfélaganna sýna gjaldskrárhækkun í sjö sveitarfélögum af sextán miðað við janúar 2017, í þremur sveitarfélögum hefur gjaldið lækkað en er óbreytt í sex. Lægst eru leikskólagjöldin í Reykjavík.
Sextán fjölmennustu sveitarfélögin voru í úrtakinu. Mikill verðmunur er á hæstu og lægstu leikskólagjöldunum (almennu gjaldi) eða 52% sem gerir 13.231 kr. á mánuði eða ríflega 145.500 krónur á ári. Lægstu almennu leikskólagjöldin (miðað við 8 tíma með fæði) eru í Reykjavík á 25.234 kr. á mánuði á meðan hæstu leikskólagjöldin eru í Garðabæ á 38.465 kr.

Vestmanneyjar, Reykjavík og Mosfellsbær hafa hinsvegar lækkað leikskólagjöld síðan í fyrra. Mestu hlutfallslegu lækkunina má finna í Vestmanneyjum en þar lækka almenn leikskólagjöld (8 tímar m. fæði) um 10,2% og fara úr 39.578 kr. í 35.550 kr. Lækkunin nemur því 4.028 kr. á mánuði eða 44.308 kr. á ári. �?að ber þó að hafa í huga að leikskólagjöldin voru hæst af öllum stöðum í Vestmannaeyjum í fyrra.