Okkar maður Kári Kristjánsson leikmaður ÍBV er nú á EM Króatíu að spila með Íslenska landsliðinu. Síðasti leikur Íslands í A-riðli á EM hefst núna klukkan 17.15 en þá mætir íslenska liðið Serbíu.
Ísland er með 2 stig þegar tveimur umferðum er lokið á meðan Serbar eiga enn eftir að vinna leik á mótinu. Sigur eða jafntefli þýðir að íslenska liðið fer áfram í milliriðil með tvö stig þar sem liðið vann Svíþjóð. Fari svo að íslenska liðið tapi þá gæti það samt sem áður farið í milliriðil en þá má liðið ekki tapa með meira en þremur mörkum.
Leikurinn er sýndur beint á R�?V.