Kristinn Pálsson frá Goslokanefnd afhenti Elliða Vignissyni, bæjarstjóra, á dögunum fyrsta Gosfánann. Fánann skal nota bæði við viðburði upphafs og endaloka eldgossins á Heimaey. Myndmálið er sótt víða en helst má sjá gostungurnar sem upp gusu og vikurhólana sem eftir stóðu. Einnig er hönnunin skírskotun í skjöld sveitarfélagsins sem og að lituðu fletirnir minna á “carnival-flögg” sem einkenna nú fjölbreytta Goslokahátíð okkar. Fáninn kemur í tilefni tímamóta 45 ára gosafmælis sem við nú minnumst.
Almenn sala hefst föstudaginn 19. janúar í Eymundsson við Bárustíg. Fáninn kostar 3.500 kr og skal greiðast með reiðufé. �?eir sem eiga gjafabréf, eða hafa pantað, sækja fána sinn einnig þangað.