Rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu af stað til loðnurannsókna í gær. �?orsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun sagði í samtali við R�?V að aukið fé til vöktunar á loðnustofninum þýði að óvenju langur tími gefist nú til að rannsaka og leita að loðnu. Hafrannsóknarstofnun hefur undanfarið átt í samstarfi við skip í loðnuflotanum og fylgst þannig með göngu loðnunnar. Náið samstarf er við grænlenska skipið Polar Amaroq sem hefur farið yfir veiðisvæðið fyrir austan land og kortlagt loðnugönguna.
Einhversstaðar er hún
�?orsteinn Sigurðsson sagði fyrstu fréttir af loðnunni væru ekkert sérstakar en væntingar væru miklar. �??�?ær eru ekkert sérstaklega kröftugar. �?að er loðna á ferðinni en ekki neitt stórkostlegt magn. En einhversstaðar er hún, við vorum búin að mæla í haust og mæltum með upphafskvóta og við eigum allavega von á að sjá um það bil það sem við mældum í haust. �?að eru okkar væntingar í það minnsta,�?? sagði hann.
Aukið fjármagn og óvenju langur tími til rannsókna
Samkvæmt fjárlögum var aukið fjármagn sett í vöktun á loðnustofninum og �?orsteinn segir það koma sér vel núna. �??Við teljum að sá dagafjöldi sem við höfum ætti að ná vel utan um verkefnið svo lengi sem veðrið fer ekki alveg með okkur. En við höfum óvenju góðan tíma miðað við það sem við höfum þurft að vera að berjast við á undanförnum árum,�?? sagði hann að lokum.