Um helgina fór fram heilsukynning í Eldheimum. Einn af skipuleggjendum kynningarinnar var Berglind Sigmarsdóttir eigandi veitingastaðarins Gott og höfundur bókanna sem báðar heita Heilsuréttir fjölskyldunnar. Kynningin bar heitið í gott form og var dagskráin fjölbreytt, skemmtileg og voru allir velkomnir því ókeypis var inn.
Fyrst uppá svið var Rakel Hlynsdóttir keppandi í crossfit og styrktarþjálfari frá Keili. Hún talaði um hvað hún telur vera best til lengri tíma, ásamt að segja frá sinni reynslu, eftir að hafa prófað ýmislegt og þá leið sem hún er að fara í átt að eðlilegra sambandi við mat og næringu með Marcos.
Næst á svið var Unnur Lára Bryde sem starfar sem flugfreyja og hefur verið í crossfit í mörg ár. Hún talaði um reynslu sína af því að vera vegan. Síðastur var �?var Austfjörð kjötiðnaðarmaður, næringarnörd og karateþjálfari. Hann kynnti sinn nýja lífsstíl en hann er eingöngu kjötæta og hefur verið það í eitt ár og lætur vel af því.
Fyrirlestrarnir voru allir áhugaverðir og skemmtilegir og kom það skýrt í ljós að það hentar ekki öllum hið sama og fólk þarf að finna sína leið að betri og bættri heilsu.
Kynningar og gotterí
Á staðnum voru svo nokkur fyrirtæki sem kynntu sig og sína þjónustu. Systurnar Jóhanna og Anna Dóra eigendur Hressó líkamsræktarstöðvar kynntu það sem framundan er hjá þeim. �?órsteina Sigurbjörnsdóttir frá Dugnaði kynnti þjálfunina sem er í boði hjá þeim. Sonja heilsunuddari var á staðnum og kynnti meðferðir sem í boði eru hjá henni ásamt ilmolíukynningu.
Boðið var uppá hollar og góðar veitingar frá Gott, en þau voru að byrja með nýjan matseðil. �?ar er unnt að sjá allar innihaldslýsingar og þær upplýsingar sem þú þarft um matinn sem þú vilt panta þér.
Heilsublað Eyjafrétta
Við munum segja betur frá heilsukynningunni í heilsublaði Eyjafrétta sem kemur út 31. janúar. �?ar förum við ítarlega í fyrirlestrana ásamt fullt af öðru skemmtilegu og fræðandi efni. �?eir sem vilja koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri hafi samband sem fyrst á [email protected].