Sl. laugardag fór fram svokallaður heilsudagur í Eldheimum en hugmyndina átti Berglind Sigmarsdóttir, eigandi veitingastaðarins GOTT. Í kringum 100 manns sóttu viðburðinn sem heppnaðist með miklum ágætum og er stefnt á að gera heilsudaginn að árlegum viðburði. Meðal fyrirlesara var crossfitarinn Rakel Hlynsdóttir en hún kynnti áhugavert mataræði sem snýst m.a. um að vigta ofan í sig rétt magn af mat og telja hitaeiningarnar. Rakel er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Rakel Hlynsdóttir.
Fæðingardagur: 8. september 1993.
Fæðingarstaður: �?rebro.
Fjölskylda: Dóttir mín heitir Emilía �?sk, foreldrar Unnur og Hlynur og systkini mín heita Birkir og Kristrún.
Uppáhalds vefsíða: www.gamescrossfit.com.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?ll tónlist í raun og veru en Mumford and sons eru í miklu uppáhaldi.
Aðaláhugamál: Crossfit, ólympískar lyftingar, allt sem við kemur heilbrigðum lífstíl, ferðast og almennt hafa gaman að lífinu.
Uppáhalds app: Myfitnesspal.
Hvað óttastu: Dauðann.
Mottó í lífinu: Að reyna að finna það jákvæða í öllu.
Apple eða Android: Apple.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Rich Froning eða Sam Briggs.
Hvaða bók lastu síðast: Hehe.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og Lyftingarfélagið Hengill.
Ertu hjátrúarfull: Já, mjög.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Crossfit og ólympískar lyftingar.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Horfi lítið á sjónvarp því miður en ef það er einhvað sem ég get horft á það er einhverskonar fræðandi þættir um líkamann og heilsu.
Hver var tilgangur heilsudagsins: Berglind hafði samband við mig og kom með þessa frábæru hugmynd um að leyfa fólki úr mismunandi áttum að koma og tala um sinn lífstíl og einnig að leyfa fólki að kynna hvaða hreyfing er í boði í Eyjum. Rosalega flott framtak.
�?ú hélst fyrirlestur um sérstakt mataræði, hvað heitir það og hvernig myndir þú lýsa því: Fékk hugmyndina frá WAG sem þýðir í raun working against gravity sem er mjög frjálslegt mataræði. �?að er búið að reikna nákvæmlega hvað þú átt að borða miðað við þín markmið (hæð, þyngd og daglega hreyfingu). Maður vigtar allan mat ofan í sig og �??telur�?� macros eða hitaeiningar. Maður getur verið mjög frjálslegur í þessu mataræði og borðað meira það sem maður vill svo lengi sem það passar. Hver og einn hefur sinn macros þjálfara sem er einmitt mjög skemmtilegt. Minn var frá Bandaríkjunum og þekkti mig ekkert og fékk allar upplýsingar um mig.
Heldur þú að heilsudagurinn sé kominn til að vera: Já, vonandi.