Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út að Höfðabóli rétt fyrir hádegi í dag þar sem járnplötur voru byrjaðar að losna vegna. Járnplöturnar eru á kvisti á austurþaki hússins og vel gekk að negla plöturnar aftur úr kranabíl.
Foreldrar beðnir um að sækja börn í Hamarsskóla
Vert er að minnast á að foreldrar eru beðnir um að sækja börn sín í Hamarsskóla (1. – 5. bekkur) í dag vegna mikils hvassviðris en þess var óskað af stjórnendum skólans á facebook síðu skólans fyrr í dag.
“”�?ar sem orðið er mjög hvasst við Hamarsskóla og bætir enn í vindinn, þá biðjum við ykkur um að sækja börnin ykkar í skólann í dag.
Ef börnin fara á Frístund þarf að sækja þau og skutla þeim þangað, sama gildir með æfingar, Börnunum verður ekki fylgt af Frístund á æfingar í dag.