Felix �?rn Friðriksson, vinstri bakvörður ÍBV, er þessa dagana á reynslu hjá danska úrvalsdeildarfélaginu AaB.
Felix, sem er 18 ára gamall, mun ferðast með félaginu til Spánar í æfingaferð en danska úrvalsdeildin er í vetrarfríi um þessar mundir. Mun liðið m.a. mæta liðinu Shonan Bellmare frá Japan og Sparta Prag frá Tékklandi.