Fréttapýramítinn var afhentur á Háaloftinu í hádeginu í dag. Að þessu sinni voru Eyjamenn ársins þrjár, en það voru mæðurnar Oddný �?. Garðarsdóttir, Vera Björk Einarsdóttir og �?óranna M. Sigurbergsdóttir sem eru Eyjamenn ársins 2017. �?ær eru konur sem sýnt hafa hvernig hægt er að snúa missi í mátt.
Vinkonurnar þrjár gáfu út bókina móðir, missir, máttur síðasta haust. �?ar sem þær deila reynslu sinni á því að missa barn. �?að þarf kjark til þess að opinbera dýpstu sorgir sínar og vanlíðan fyrir framan almenning. Að segja frá reynslu sinni að missa barn og sína þar með mátt sinn.
Skrifa bók þar sem reynslunni er lýst á einlægan, heiðarlegan og fallegan hátt .
�?óranna, Oddný og Vera lýsa því í bókinni hvernig allur bærinn tók utan um þær. Fólk sem þær þekktu lítið sem ekkert bönkuðu uppá hjá þeim til þess að aðstoða eða sýna stuðning í stóru sem smáu.
�?að segir mikið um samstöðuna í Eyjum, að þær vinkonurnar skuli vera þakklátar fyrir að hafa búið þar þegar sorgin knúði dyra hjá þeim.
Með bókinni Móðir, missir, máttur hafa þær hjálpað fjölskyldum sínum og vinum en einnig bæjarbúum sem upplifðu missinn með þeim og fannst þeir eflaust oft lítið geta gert til þess að takast á við atburðina.
Fyrirtæki ársins 2017
Fleirri verðlaun voru veitt, fyrirtæki ársins 2017 var að mati ritstjórnar Eyjafrétta The brothers brewery. �?eir byrjuðu að brugga í bílskúr, en eiga nú besta brugghúsið á Íslandi. Hugmyndin var upphaflega lítið áhugamál sem kviknaði en í dag sér ekki fyrir endan á ævintýrinu. Áhuginn og ástríðan leynir sér ekki og allir eru velkomnir til þeirra.
�?eir láta samfélagið sig varða og hafa styrkt krabbameinfélagið í Vestmannaeyjum og hafa hafið samstarf við Heimaey vinnu- og hæfingarstöð. En fyrst og fremst hafa þeir komið bæjarmenningunni á nýjar víddir.
Framtak til menningarmála
�?riðjudaginn 23. janúar eru 45 ár síðan eldgos á Heimey hófst. En þá urðu til 5300 sögur af fólki sem þurfti að yfirefa heimilin sín. �?egar hugmynd kom upp um að safna saman nöfnum þeirra sem fóru með hverjum bát greip Ingibergur �?skarsson boltann og hefur unnið að því hörðum höndum að safna og skrásetja nöfnin og hefur hann náð ótrúlegum árangri sem hægt er á sjá á síðunni hans allir í bátanna, ásamt fullt af sögum sem ekki eru síðri. Ingibergur �?skarssson halut Fréttapýramídann fyrir þetta einstaka framtak til menningarsögu Eyjanna og á eftir að verða ómetanleg heimild þegar fram líða stundir.
Framlag til íþrótta árið 2017.
Sigríður Lára Garðarsdóttir hóf að æfa knattspyrnu með ÍBV fimm ára gömul og hefur hún leikið með félaginu allar götur síðan. Snemma komu hæfileikar og metnaður Sigríðar Láru í ljós en hún lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki einungis 15 ára gömul, en í dag, tæpum tíu árum síðar, eru leikirnir orðnir 148.
Sigríður Lára hefur sömuleiðis látið að sér kveða með yngri landsliðum Íslands og núna síðast fylgdumst með henni spila með A-landsliðinu, en hún var til að mynda í byrjunarliði liðsins í lokakeppni EM síðasta sumar.
En umfram allt er Sigríður Lára góð fyrirmynd, innan sem utan vallar og er vel að því komin að hljóta viðurkenningu fyrir framlag sitt til íþrótta árið 2017. Hægt er að lesa nánar um athöfnina í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.