Fullt nafn: Guðný Jenny Ásmundsdóttir.
Gælunafn: Hef alltaf verið kölluð Jenny.
Aldur: 35, bráðum 36.
Hjúskaparstaða: Gift.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: ´98 eða ´99, man það ekki alveg nákvæmlega.
Uppáhalds drykkur: Egils Kristall með sítrónu.
Uppáhalds matsölustaður: Margir, sérstaklega hér í Eyjum.
Hvernig bíl áttu: Mitsubishi Montero.
Uppáhalds tónlistarmaður: Á rosalega marga uppáhalds og erfitt að gera upp á milli, þetta fer soldið eftir stað og stund og skapi.
Skemmtilegasti �??vinur�?? þinn á Snapchat: Kristín vinkona fær mig alltaf til að hlæja.
Hvað finnst þér best að borða á leikdegi: Vil helst hafragraut í morgunmat, en annars er ég ekki föst í neinni ákveðinni rútínu á leikdegi.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Maður á aldrei að segja aldrei en held að ég myndi aldrei spila í liði þar sem að ég þyrfti að spila í stuttbuxum.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: �?að eru margir góðir leikmenn sem ég hef spilað á móti bæði með félagsliði og landsliði.
Besti samherji: Dagný Skúladóttir (Val).
Sætasti sigurinn: Sætasti sigurinn með félagsliði er í 3ja leik með Val á móti Fram, eftir tvíframlengdan leik og vítakastkeppni, sem tryggði okkur Íslandsmeistatatitil árið 2011. Með landsliðinu er það sigur í fyrsta leik á móti Svartfjallalandi á HM 2011.
Mestu vonbrigðin: Að komast ekki í úrslitakeppnina með ÍBV í fyrra, það voru hrikalega mikil vonbrigði.
Átrúnaðargoð á yngri árum: Cecilie Leganger.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið, hver yrði fyrir valinu: Perla frá Selfossi.
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Efla handboltann á landsbyggðinni, væri gaman að hafa fleiri lið utan höfuðborgarsvæðisins.
Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: �?g ætla að vera hlutdræg og segja Sandra okkar Erlingsdóttir.
Skemmtilegt atvik sem gerst hefur í leik: Skoraði mark í leik á móti Kína á HM 2011, ekki oft sem ég skora og hrikaleg gaman að ná að gera það á HM.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Landafræði og frönsku.
Fyrir utan handbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, svona með þessu helsta, fótboltanum þá aðalega.
Í hvernig skóm spilar þú: Adidas.