Herjólfur er nú farinn til Hafnarfjarðar, en gert verður við gír skipsins á næstu dögum. Allir varahlutir komu til landsins í desember og er gert ráð fyrir því að viðgerð taki um 14-16 daga.
Á meðan siglir norska skipið BOD�? í fjarveru Herjólfs og hófust siglingar í morgun. Áhöfnin á Bodö verður skipuð norskum skipstjóra, yfirstýrimanni, öðrum stýrimanni, yfirvélstjóra, fyrsta vélstjóra, bátsmanni og háseta. Frá Eimskip, Herjólfi koma skipstjórnarmaður, tveir hásetar, þrjár þernur og bryti og því alls 14 manns í áhöfn. Siglingatími á milli Vestmannaeyja og �?orlákshafnar er um tveir og hálfur klukkutími, en það fer þó eftir sjólagi og veðri.