Creditinfo kynnti í gær lista sína yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2017 og voru veittar viðurkennigar í Hörpu í gær. Alls eru 868 fyrirtæki á listanum. �?ar af eru sextán fyrirtæki frá Vestmannaeyjum.
Ísfélagið í topp 30
Ísfélagið var efst á lista af fyrirtækjunum í Vestmannaeyjum. En þeim er skipt í þrjá flokka, stór fyrirtæki, meðalstór fyrirtæki og lítil fyrirtæki. Ísfélag Vestmannaeyja hf. skorar hæst af fyrirtækjunum frá Vestmannaeyjum og er í 23. sæti. Vinnslustöðin hf. er í 32. sæti. �?tgerðarfélagið �?s ehf. er í 74. sæti.
�?tgerðarfélagið Huginn er í 153. sæti, Skipalyftan er í 214. sæti, Hafnareyri er númer 284, Bergur ehf fylgir fast á eftir og er númer 287 á listanum. Frár tekur sæti 330, Bylgja VE 522. sæti, Miðstöðin er í sæti 524, Faxi ehf í 546 og Vélaverkstæðið �?ór er í sæti númer 571. Í sæti 588 er Krissakot ehf, Einsi Kaldi er í sæti 676, �?ekkingarsetrið er í 718 sæti. Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja(Viska) er svo í 749. sæti.