Vinnuhópurinn um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju ákváðu á föstudaginn að vinnuheitið á nýrri ferju eyjamanna, Vilborg, mundi halda sér. Nýja ferjan sem væntanleg er í ágúst heitir því Vilborg. Andrés S. Sigurðsson úr nefndinni staðfesti þetta og benti á að ekki er verið að breyta nafninu heldur er verið að nefna nýjan bát.
Eyjafréttir gerðu óformlega könnun um helgina. Til að kanna hvað almenningur hefur um málið að segja. 110 manns tóku þátt. 64% af þeim vilja halda nafninu Herjólfur. 23% vilja nýja nafnið Vilborg. 13% völdu annað og þá komu ýmsar tillögur, oftast var stungið uppá nafninu Elliði.