Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs á mánudaginn var lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingu á jarðhæð við �?gisgötu 2 en það gerði Bragi Magnússon fyrir hönd The Beluga Building Company.
Um er að ræða 700 fm. viðbyggingu á tveimur hæðum og breyttri notkun á jarðhæð eins og fyrr segir en það sem áður var notað sem geymslurými verður sýningasalur og aðstaða fyrir umönnun sjávardýra og aðra rannsóknarvinnu.
Samþykkti ráðið umrædd byggingaráform lóðhafa og fól byggingarfulltrúa framgang erindis.