Héraðssamband ÍBV stóð fyrir uppskeruhátíð í Höllinni í gær en þar voru íþróttamenn innan sambandsins á öllum aldri heiðraðir fyrir sín störf. Að þessu sinni hlaut Sigríður Lára Garðarsdóttir nafnbótina Íþróttmaður Vestmannaeyja 2017 en var lykilmaður í liði ÍBV sem hampaði bikarmeistaratitli á síðasta ári.