Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant er byrjaður að taka upp nýja plötu sem mun innihalda efni sem hann hefur unnið að undanfarin tvö ár en hann greindi frá tíðindunum á facebook síðu sinni fyrr í dag. Fyrsta plata hans, Floating Harmonies, sem kom út í júlí 2016, sló eftirminnilega í gegn og hlaut hún m.a. nafnbótina plata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. �?að er því ljóst að margir munu bíða spenntir eftir annarri plötu frá kappanum.