Á föstudaginn 26. janúar 2018 var stór dagur í Eyjum þegar �?ekkingarsetur Vestmannaeyja ásamt samstarfsfyrirtækjum og stofnunum flutti starfsemi sína í nýtt húsnæði. Hæðin er öll hin glæsilegasta og virkilega flott verk unnið þar. Arnar Sigurmundsson varaformaður stjórnar hélt ræðu á opnuninni og fór yfir sögu setursins.
�??�?ekkingarsetur Vm. er sjálfseignarstofnun með 36 stofnaðilum og var komið á fót 23. janúar 2008, eða fyrir réttum 10 árum. Páll Marvin Jónsson hefur verið framkvæmdastjóri frá upphafi. Í félaginu er sjö manna stjórn, formaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri og Arnar Sigurmundsson varaform. stjórnar �?SV.
Undanfari �?SV var Rannsókna- og fræðasetur Vestmannaeyja sem hóf starfsemi að Strandvegi 50, með opnun 14. október 1994 eftir miklar breytingar á 2. og 3. hæð hússins. Árið 2015 var jarðhæð hússins einnig keypt af ÁTVR og er Strandvegur 50 nú alfarið í eigu Vestmannaeyjabæjar og Visku.
Aðdragandinn að flutningi í nýtt húsnæði hófst fljótlega eftir stofnun �?SV 2008 og voru skoðaðir möguleikar á nýbyggingu á hafnarsvæðinu, stækkun Strandvegs 50, efri hæðin í Miðstöðvarhúsinu að Strandvegi 30 og loks 2. hæðin að �?gisgötu 2 �?? vesturhúsi Fiskiðjunnar en allt húsið var þá komið í eigu Vestmannaeyjabæjar.
Fiskiðjan var stofnuð 1952 og hóf fiskverkun á vertíðinni 1953 og tók nokkur ár að ljúka byggingarframkvæmdum við �?gisgöta 1 og 2 sem voru alls um 7.000 fermetrar. Fyrirtækið sameinast Vinnslustöðinni í ársbyrjun 1992 og var lítil fiskverkun eftir það í vesturhúsi, en austurhúsið var nýtt að hluta í mörg ár á eftir. Austurhúsið og brú á milli húsanna ásamt meirihluta samliggjandi húsa Ísfélags Vm. voru rifin 2017. Mikill fjöldi Eyjamanna á öllum aldri og fjöldi vertíðarfólks komu við sögu Fiskiðjunnar. Framkvæmdastjórar þessi 40 ár voru Ágúst Matthíasson 1953-1967 og Guðmundur Karlsson nær samfellt frá 1967-1992.
Húsnæði �?SV á 2. hæð �?gisgötu 2 er samtals 1.040 fermetrar og skiptist þannig að rúmlega 600 fermetrar eru í sérrými leigutaka og rúmlega 400 fermetrar í sameiginlegu rými. Vestmannaeyjabær er eigandi 1., 2. og 3. hæðar hússins, en Eyjablikk er að byggja nokkrar íbúðir á 4. hæð. Í ársbyrjun 2017 var gengið frá lokadrögum að 25 ára leigusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og �?ekkingar-seturs Vm. á allri 2. hæðinni og var gengið endanlega frá leigusamningum í gær. �?SV framleigir síðan öðrum leigutökum hæðina ásamt sameiginlegri þjónustu. Verkið var boðið út um svipað leyti og hófust framkvæmdir skömmu síðar, en áður hafði verið unnið mikið hreinsunarstarf í húsinu. Vestmannaeyjabær leigir �?SV húsnæðið tilbúið til útleigu, en �?SV og tólf leigutakar á hæðinni kosta allt innbú, tæki og innréttingar á rannsóknastofum hússins.
Eftirtaldir aðilar verða með starfsemi á 2. hæð hússins:
�?ekkingarsetur Vestmannaeyja, Mannvit – verkfræðistofa, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Huginn ehf.- útgerðarfélag, KPMG – endurskoðun, Viska – fræðsla og símenntun, Matis ohf., Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Hafrannsóknastofnun, Rannsóknaþjónusta Vm. ehf., og Náttúrustofa Suðurlands. Heildarfjöldi starfsfólks á hæðinni í kringum 25 manns.
Framkvæmdir innandyra hófust af fulltum krafti í ársbyrjun 2017, en áður hafði Vestmannaeyjabær látið skipta um glugga og einangra þrjár hliðar að utan og nú standa yfir framkvæmdir við einangrun á suðurhlið hússins að utan. Allt stefnir í að alþjóða stórfyrirtækið Merlin láti innrétta 1. hæð hússins undir Náttúrugripa- og fiskasafn og byggi auk þess yfirbyggða sundlaug fyrir smáhveli sem verða í gæslu fyrirtækisins fyrir sunnan húsið. Gangi þetta eftir verður það mikil lyftistöng fyrir Vestmannaeyjar á ýmsum sviðum og þetta hús fær mjög aukið gildi.
Eftirtaldir verktakar hafa komið að framkvæmdum 2. hæðar og klæðningu utanhúss:
Mannvit �?? teikningar, �?órður Karlsson eftirlit með útboði og verkinu í heild. Steini og Olli – Frágangur innanhúss, Geisli – raflagnir, Steini pípari – pípulagnir o.fl., Eyjablikk – loftræstikerfi, Viðar Einarsson – málning og spörslun, GM�?R – gólf og flísalögn, Ársæll Sveinsson – uppsetning innréttinga í rannsóknarými, GE verktakar – kjarnaborun og steinsögun, Hannes Gústafsson – múrvinna, Samverk á Hellu – glerveggir, Magnús Steindórsson – filmur á glerveggi, �?rúður �?skarsdóttir – grafísk hönnun og nýtt logo �?SV, Vignir Skæringsson – ýmis störf á framkvæmdatíma, Georg Skæringsson – eftirlit með framkvæmdum að hálfu S-30 og �?SV. 2�? ehf. – klæðing utanhúss, GM�?R – múrvinna utanhúss.
Framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar, verkkaupi og eftirlit með framkvæmdum utanhúss og í sameiginlegu stigahúsi.
Fjölmargir aðrir hafa komið við sögu framkvæmda og er öllum þessum aðilum færðar bestu þakkir. �?etta var ekki alltaf auðvelt verk þar sem framkvæmdir voru á sama tíma einnig í gangi á efstu hæð hússins og klæðingu á suðurhlið var ekki hægt að fara í fyrr en eftir niðurrif húsa Ísfélagsins sem voru samhliða suðurveggnum.�??
myndir