�??�?etta bjargaði bara lífi mínu.�?? Svona lýsir Villhjálmur Andri Einarsson reynslu sinni á ísböðum í þættinum Ísland í dag sem sýndur var á dögunum. Vilhjálmur, sem er jafnframt Íslandsmeistari í greininni, var kominn á endastöð í lífi sínu fyrir tveimur árum síðan eftir tuttugu ára baráttu við króníska verki sökum slyss sem hann varð fyrir sem unglingur. Svo mikill var sársaukinn og örvæntingin orðin að Vilhjálmur sá sér þann kost vænstan að taka eigið líf. Sem betur fer kom ekki til þess og ákvað hann frekar að þjálfa líkamann og prófa ísböð. �?að er skemmst frá því að segja að strax á annarri viku fann Vilhjálmur mun á sér.
�?að er þekkt að kuldi hefur margvíslegt áhrif á líkamsstarfsemina, dregur t.d. úr bólgumyndun og blæðingum enda oft gripið til kælipokans eða jafnvel einhverskonar kælispreys þegar íþróttamenn verða fyrir hnjaski, svo dæmi sé tekið. Kæling á líkamanum í heild hefur þó minna verið rannsökuð en vinsældir þess hafa samt sem áður aukist gríðarlega. Með því telur fólk sig jafna sig hraðar eftir áreynslu og losna við bólgur og önnur eymsli eins og reynsla Vilhjálms virðist staðfesta. Tekur hann þó fram að nauðsynlegt sé að hafa trú á lækningarmættinum eða eins og hann orðar það �??Healing is believing�??. �?að er því spurning hvort um sé að ræða blöndu af lyfleysuáhrifum og raunverulegum líkamlegum áhrifum. �?g skal ekki segja en ætli flestu fólki sé ekki sama, svo lengi sem því líður betur.
Sjósund er fyrirbæri af svipuðum meiði. Vinsældir þess hafa sömuleiðis margfaldast síðasta áratuginn og virðist sem fólk verði ekkert minna en heltekið af þeirri iðju. Sjálfur hef ég prófað sjósund í Nauthólsvík og líkað afar vel enda aðstaðan eins og hún gerist best og tilfinningin eftir sundsprett í köldum sjó engri lík, þ.e.a.s. þegar maður er kominn ofan í heita pottinn. Kannski mun einhver framtakssamur Eyjamaður sjá sér hag í því að koma upp slíkri aðstöðu í hér í Eyjum, það væri allavega góð viðbót við þá afþreyingu sem fyrir er. Á meðan lætur maður sér nægja köldu laugina á útisvæði sundlaugarinnar en yfir veturinn er hitastigið í henni kringum 8 gráður. �?að er algjör óþarfi að reyna að slá Íslandsmet Vilhjálms Andra (rúmar 20 mínútur í vatni við frostmark) til þess að fá góð áhrif af svona kælingu, 2-5 mínútur í senn ætti að vera hæfilegt.