Undanfarið hefur verið mikil vakning um hverskonar kynbundið ofbeldi og áreitni undir millumerkinu #metoo. Henni er ætlað að draga ofbeldið fram í dagsljósið og breyta menningu samfélaga á þann hátt að kynbundið ofbeldi og áreitni verði ekki lengur liðið.
Margir hópar kvenna hafa risið upp og sagt frá reynslu sinni. Margar starfsstéttir hafa afhjúpað áratuga þögn. Viðhorf innan ýmissa hópa hefur leyft ýmsu misjöfnu að viðgangast. Svona er þetta og margir hafa notfært sér stöðu sína, vanþekkingu og styrkleika og komið illa fram. �?ær konur sem hafa orðið fyrir áreitni, hafa lifað með skömmina, oftast í þögn. �?að er fátt meira niðurbrjótandi en að lifa með leyndarmál sem ekki er hægt að tala um.
�?g sjálf er mjög þakklát fyrir að hafa ekki orðið fyrir áreitni eða misnotkun. �?g er þakklát fyrir að hafa átt föður, frændur, afa, kennara og félaga sem hafa sýnt mér virðingu. �?g hef rýnt í og skoðað samskipti mín við karlmenn og í gegnum tíðina hef ég heyrt af mönnum sem hafa farið yfir mörkin. Sem betur fer er umræða um þessi mál komin upp á yfirborðið. Margir drengir hafa orðið fyrir misnotkun og þarfnast hjálpar. Viðhorf í samskiptum kynjanna og milli fólks þarf að breytast þannig að við berum virðingu hvert fyrir öðru. Karlmenn þurfa hjálp til að breyta hugarfari og gerðum, hvernig á að vinna með ótta og minnimáttarkennd. Við þurfum líklega öll að breyta hugarfari okkar til að uppræta ofbeldi og áreitni. Samtal milli einstaklinga og hópa þarf að eiga sér stað. Samtal um áhrif kláms og mun á daðri, áreitni og ofbeldi. Einnig hvernig við getum unnið með tilfinningar. Erum við tilbúin að sýna mildi, fyrirgefningu og hjálp þegar einhver vill breyta hugarfari sínu og hegðun?
Samkvæmt jafnréttislögum eiga allir að hafa jafna möguleika til að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. �?að gerist ekki nema kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni verði upprætt. Við þurfum að standa vörð um þau sem eru minni máttar, börn og konur af erlendum uppruna. Tölum við okkar nánustu um siðferði og hvernig við getum breytt hegðun og viðhorfum okkar á meðal.
�?essi umræða og málefni kemur okkur öllum við. �?að er hægt að breyta menningu og viðhorfum. �?að tekur tíma, en ef við leggjum okkur öll fram gerist það fyrr. Við getum öll lagt okkar af mörkum, ég líka #metoo.