Leik ÍBV og Fjölnis í Olís-deild karla hefur verið aflýst sökum veðurs en öllu flugi til Vestmannaeyja í dag hefur verið aflýst en þetta kom fram á facebook síðu félagsins fyrir skemmstu. Send verður út tilkynning um leið og ný tímasetning verður ákveðin.