Knattspyrnukonan unga Clara Sigurðardóttir var í eldlínunni með U-17 liði Íslands sem mætti Skotlandi í vináttulandsleik í Kórnum í gær.
Leiknum lyktaði með 4:0 sigri þeirra íslensku en Clara fiskaði vítaspyrnu og skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Liðin mætast aftur á morgun kl. 12:00.