Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári verði ekki meiri en 285 þúsund tonn. �?etta kom fram í tilkynningu frá stofnuninni um helgina, en beðið var eftir þessum upplýsingum með óþreyju síðustu daga. Eyþór Harðason hjá Ísfélaginu og Sindri Viðarson hjá Vinnslustöðinni voru sammála um að niðurstöðurnar kæmu ekki á óvart en væru vissulega vonbrigði.
Í september til október 2017 fóru fram mælingar hjá Hafrannsóknarstofnun á stærð loðnustofnsins. �?á fannst kynþroska loðna aðallega á og við landgrunnið við Austur-Grænland. Í þeim leiðangri mældust samtals 945 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Í framhaldi þeirra mælinga var, í samræmi við gildandi aflareglu, úthlutað 208 þúsund tonnum en jafnframt kom fram að ráðgjöfin yrði endurskoðuð í ljósi niðurstaðna veturinn 2018. �?ær mælingar hófust um miðjan janúar og er nú lokið.
Rannsóknasvæðið í janúar var landgrunnið og landgrunnsbrúnin frá Grænlandssundi, austur með Norðurlandi og út af Austfjörðum. Gerðar voru 2 mælingar á veiðistofninum.
Um 849 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust í fyrri yfirferðinni. Í síðari yfirferðinni mældust um 759 þúsund tonn. �?ar sem ekki er marktækur munur á niðurstöðum allra þessara mælinga voru þær notaðar saman til framreikninga og ákvörðunar aflamarks samkvæmt aflareglu.
�??Gildandi aflaregla byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum. Tekur aflareglan tillit til óvissumats í mælingunum, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið. Samkvæmt samantekt endurtekinna bergmálsmælinga er metið að hrygningarstofn loðnu hafi verið 849 þúsund tonn hinn 15. janúar. �?á er tekið tillit til þess afla sem hafði veiðst þegar mælingar voru gerðar. Í samræmi við ofangreinda aflareglu verður heildaraflamark á vertíðinni 2017/2018 því 285 þúsund tonn, eða 77 þúsund tonnum hærra en ákvarðað var í október síðastliðnum,�?? segir í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun.
Um er að ræða lækkun frá síðasta ári, en þá hljóðaði lokatillaga Hafrannsóknastofnunnar upp á 299 þúsund tonn. Samtals veiddust þá um 300.000 tonn af loðnu.
Loðnuskipin þurftu að hafa töluvert fyrir veiðunum nú í janúar
Eyþór Harðason hjá Ísfélaginu, sagði að það hafi verið ákveðnar væntingar til vertíðarinnar í ljósi ágætra mælinga í haust. �??Vonir og niðurstaða fara nú ekki alltaf saman og í þessu tilviki fór þetta á verri veginn,�?? sagði Eyþór
Fréttirnar komu honum ekkert sérstaklega á óvart. �??Í raun kemur þetta ekkert stórkostlega á óvart, þar sem okkar loðnuskip þurftu að hafa töluvert fyrir veiðunum nú í janúar og verður það að teljast viðmið sem við verðum einnig að horfa til.
Í ljósi þessarar niðurstöðu, þá bíðum við með frekari loðnuveiðar þangað til loðnan er komin á það þroskastig að vinna hana til frystingar og hrognatöku,�?? sagði Eyþór.
Eyþór vonar að Hafrannsóknarstofnun haldi rannsóknum áfram á næstu dögum. �??�?að færir okkur mögulega meiri kvóta, það verður svo bara að koma í ljós, sagði Eyþór að lokum.
Vonandi fáum við bara góða vertíð með góðri veiði og góðu veðri
Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði að menn hefðu verið bjartsýnir í haust. �??Eftir þokkalega stofnmælingu í haust þá leit maður nokkuð björtum augum komandi vertíð. Niðurstaðan með þessi 285 þúsund tonn er því nokkur vonbrigði og sérstaklega í ljósi þess að nú er búið að mæla loðnustofninn þrisvar sinnum síðan í haust og var niðurstaðan sú að ekki væri marktækur munur á þessum þremur mælingum. �?að ætti að segja okkur að vel hefði náðst utan um stofninn og stofnmatið væri ekki háð mikilli óvissu. �?rátt fyrir það er okkur sagt að talsverð óvissa sé í mælingunum og því sé ekki ástæða til að mæla með hærra aflamarki,�?? sagði Sindri
Sindri sagði að þetta breyti svo sem engu fyrir þá. �??Við vorum ekki farnir af stað. Við vorum búnir að stilla upp ákveðnum plönum sem tóku mið af mismunandi úthlutunum og núna vitum við bara eftir hvaða plani við vinnum og vonandi fáum við bara góða vertíð með góðri veiði og góðu veðri,�?? sagði Sindri.