Sorphirða var til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs á miðvikudaginn. Fram kom að forsvarsmenn Kubbs telja sig geta bætt þjónustu við íbúa og munu verða gerðar skipulagsbreytingar á sorphirðu sem miða að því að fjölga sorphirðudögum.
Einnig var samþykkt að fara í sameiginlegt átak með kynningu á meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum ásamt því og að Kubbur muni hirða betur um þau svæði sem þeim tilheyra samkvæmt samningi.