Kraftur, félag ungs fólks, er stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Á heimasíðu Krafts kemur fram að á hverju ári greinast um 70 einstaklingar á þessum aldri með krabbamein og þriðjungur Íslendinga fá krabbamein einhvern tíma á ævinni. Kraftur styður ungt fólk með krabbamein með ókeypis sálfræðiþjónustu, jafningjastuðningi, almennum stuðningi, Fítonskrafti endurhæfingu, styrk til lyfjakaupa og neyðarsjóði.
Kraftur stendur nú fyrir vitundarvakningunni, Krabbamein kemur öllum við �?? lífið er núna. Til þess að sýna fram á það fékk Kraftur 22 einstaklinga til þess að stíga fram og deila því hvernig krabbmein hefur snert líf þeirra. Ein af þeim er Guðrún Jóna Sæmundsdóttir sem gekk við hlið sonar síns, Sigurðar Jóns Sigurðssonar í baráttu sem hann háði við krabbamein í höfði. Tilgangur átaksins er að að vekja athygli á málefnum ungs fólks og aðstandenda þeirra og afla um leið fjár til þess að halda úti víðtækri þjónustu félagsins.
Sigurður gekk æðrulaus í verkefnið
Við Sigurður vorum félagsmenn í Krafti og það hjálpaði honum mikið að finna að hann var ekki einn. �?að voru og eru svo margir að berjast,�?? segir Guðrún Jóna
,,Sigurður leit aldrei á sig sem sjúkling, hvorki í upphafi né undir lokin. Veikindin voru ekkert númer í hans huga. Hann gekk æðrulaus í það stóra verkefni sem honum var úthlutað. Enda hafði hann sérstaka lífsskoðun,�?? segir Guðrún og það fer ekki á milli mála hversu stolt hún er af Sigurði syni sínum. Hún segir að Sigurði hafi aldrei fundist það óréttlátt að hann hafi fengið krabbamein. Af hverju ekki ég eins og einhver annar var hans hugsun.
�??Við vissum frá fyrsta degi að þetta væri ólæknandi krabbamein, lífslíkurnar ekki miklar og að hann ætti stutt eftir. Við tókum því þann pól í hæðina að njóta tímans saman og safna minningum. Við gerðum heilmikið saman þann stutta tíma, frá því hann fékk greiningu þann 6. desember 2013 og þar til hann dó 18. janúar 2016.�??
Hægt er að nálgast viðtalið í heild sinni i nýjasta tölublaði Eyjafrétta og á vefútgáfu blaðsins