Nýja Vestmannaeyjaferjan Vilborg er hönnuð af norskri skipaverkfræðistofu Polarkonsult, undir stjórn íslenska skipaverkfræðingsins Jóhannesar Jóhannessonar. Ferjan er hönnuð til siglinga í a.m.k. 3,5 m. ölduhæð á grunnsævi sem er fyrir utan Landeyjahöfn. Til að sannreyna getu og hagkvæmni ferjunnar til siglinga er við hönnun skrokksins stuðst við fullkomnustu tölvuforrit og vatnslíkanprófarnir hjá Force Technology í samvinnu við Polarkonsult. Skipið er knúið með rafmóturum sem fá afl frá þremur díselvélum og rafhlöðum sem ætlað er gefa skipinu aukið afl þegar á reynir. Skipið er búið tveimur azipull skrúfum og tveimur öflugum bógskrúfum. Farþegarýmið er á einni hæð með kaffiteríu og hvíldarrými. Ef siglt er til �?orlákshafnar eru kojur á efsta þilfari sem farþegar geta notað.
�?� Lengd: 69,38 m.
�?� Breidd: 15,10 m.
�?� Djúpristun: 3,00 m.
�?� Á að geta siglt í 3,5 m. ölduhæð í Landeyjahöfn.
�?� Hámarkshraði er 15,5 kn.
�?� Hagkvæmasti siglinga- hraði er 13,5 kn.
�?� Farþegafjöldi á sumrin er 540 manns.
�?� Farþegafjöldi á veturnar er 390 manns.
�?� Tekur 73 fólksbifreiðar.
�?� Tekur 5 flutningabifreiðar.
�?� Kojur eru 40.