Í lok janúar tilkynnti Creditinfo árlegan lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi fyrir árið 2017 en þetta er í áttunda skiptið sem fyrirtækið birtir slíkan lista. �?au félög sem fá viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki þurfa að uppfylla viss skilyrði er varðar rekstur og stöðu þeirra. Félögin þurfa að hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára. Ennfremur þurfa líkur á alvarlegum vanskilum að vera undir 0,5% og félögin þurfa að sýna fram á rekstrarhagnað síðustu þriggja ára. Jafnframt þarf eiginfjárhlutfall félaganna að vera 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð auk þess sem eignir þurfa að vera 90 milljónir eða meira á undanförnu rekstrarári og a.m.k. 80 milljónir árin tvö þar á undan.
Alls voru 868 fyrirtæki á listanum, þar af 16 frá Vestmannaeyjum. Í sæti 676 var fyrirtækið Einsi Kaldi en eigendur þess er eins og flestir vita Einar Björn Árnason og kona hans Bryndís Einarsdóttir. Undir nafninu Einsi Kaldi rekur Einar Björn samnefndan veitingastað, staðsettan á Hótel Vestmannaeyjum, og veisluþjónustu en starfsemi hennar fer að mestu fram í Höllinni. Í tilefni af viðurkenningunni settist blaðamaður niður með Einari Birni inni á veitingastaðnum Einsa Kalda og ræddi við hann um farinn veg.
Hægt er að nálgast viðtalið í heild sinni i nýjasta tölublaði Eyjafrétta og á vefútgáfu blaðsins