Hrefna �?skarsdóttir hefur verið ráðin sem iðjuþjálfi í 50 % stöðu í öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar. Iðjuþjálfi verður með aðstöðu á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum og sinnir meginhluta starfsins þar. Hrefna lauk námi í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2009 og er að ljúka meistaranámi í geðheilbrigðisfræðum frá sama skóla. Vestmannaeyjabær býður Hrefnu velkoma til starfa.