Togararnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS hafa verið teknir í þurrkví í skipasmíðastöðinni í Kína til að botnhreinsa þá og mála. �?etta er eitt af frágangsverkunum áður en skipin verða afhend eigendum sínum í aðdraganda siglingar til heimahafna á Íslandi.
Reynslusiglingum og veiðarfæraprófunum á miðun úti fyrir Kínaströndum lauk á nýliðnu ári og nú fer að nálgast að togararnir verði �??útskrifaðir�??, sem ætti að gerast fyrr en síðar.