Karlalið ÍBV í hanbolta tryggði sér sæti í undanúr­slit­um Coca cola bik­ars karla í hand­bolta með 34:25-sigri gegn Gróttu í gærkvöldi. ÍBV var þar með síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúr­slit­um í bik­ar­keppni karla í hand­knatt­leik. ÍBV mun þar af leiðandi leika til undanúr­slita í keppn­inni ásamt Fram, Hauk­um og Sel­fossi, en dregið verður til þeirra í há­deg­inu í dag.