�?essa dagana eru landsmenn hvattir til aukinnar hreyfingar. Tilgangur átaksins er að sem flestir hreyfi sig markvisst og að hreyfing verði fastur liður í vinnu, skóla, frítíma og ferðamáta fólks. �?að er í eðli okkar að hreyfa okkur. Strax í móðurkviði vorum við byrjuð að hreyfa okkur. Ungbörn hreyfa sig og þegar samhæfingu er náð fara börn að skríða, ganga og hlaupa. Fyrr en varir erum við farin að biðja börnin að hlaupa hægar og fara sér ekki að voða. Við höfum þó mismikla hreyfiþörf. Í samfélagi þar sem mikill tími fer í inniveru er líkamlegt ástand margra bágborið vegna of lítillar hreyfingar.
Fyrir tíu árum dvaldi ég einn mánuð á heilsustofnun í Hveragerði. �?ar var mikil hvatning til göngu.�?ar var tekið dæmi um að við förum með bílinn í smurningu en hreyfing er smurning fyrir liði líkamans.Ef fólk var með verki í maga, baki, höfði eða fótum var ráðlagt að ganga. �?að er um að gera að byrja hægt. Ganga stuttar vegalengdir og síðan lengra með hverjum degi.
Febrúar er góður mánuður til að huga að hreyfingu eins og að ganga, hjóla, skokka, synda og stunda leikfimi og íþróttir. �?að birtir með hverjum deginum, veðrið batnar, hálkan hverfur og snjórinn fer.
Eitt vorið fór ég í gönguferðir árla morguns fyrir vinnu. �?að var yndislegt að ganga austur á hraun og fylgjast með sólarupprásinni. �?að tók smá tíma að venja sig, svo varð þetta ekkert mál, bara að klæða sig eftir veðri.
Síðan í haust hef ég farið í sund á morgnana. �?að hefur gefið mér styrk, aukið liðleika og svo er ég hress og fersk fyrir daginn. Við búum að mjög góðri sundaðstöðu hér í Eyjum.
Margt sem við gerum er vani. �?að tekur nokkrar vikur að venja sig á nýja siði. �?að er gott að staldra við og mæla hvað við hreyfum okkur mikið á dag. Mælt er með að markviss hreyfing sé um hálf tími á dag. Móðir mín hefur verið mín fyrirmynd, hún hefur gengið lámark hálftíma á dag. Hún velur að fara ferða sinna gangandi ef hægt er. �?egar við eldumst og ráðum okkur sjálf verðum við værukærari og meira átak þarf til að breyta lífsmáta. Ef við sinnum líkama okkar vel eykur það vellíðan og það er mikilvægt að skilja, samþykkja og bera ábyrgð á líkamlegri stöðu. Líkamleg vellíðan er undistaða þess að líða vel andlega og tilfinningalega. Lykillinn að góðri líðan er líkamleg umhyggja og virðing fyrir sjálfum okkur.Við fáum kannski ekki fleiri ár, en okkur líður betur þann tíma sem við höfum til umráða. �?að að samþykkja og elska okkur með öllum okkar ófullkomleika leysir okkur undan fjötrum ímyndar um ákveðið útlit. �?essi skrif eru mér hvatning til að hlusta á líkama minn og sinna honum eins og hann væri verðmætt musteri.