Karlalið ÍBV í handbolta mætir rússneska liðinu SKIF Krasnodar í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu. �?á var einnig dregið til undanúrslita og mæta sigurvegararnir annað hvort norska liðinu Fyllingen Bergen eða AHC Potaissa Turda frá Rúmeníu.
Fyrri leikir 8-liða úrslita fara fram 24. og 25. mars, og seinni leikirnir viku síðar.