Bil­un í raf­magns­streng Landsnets sem ligg­ur til Vest­manna­eyja í apríl í fyrra or­sakaðist lík­leg­ast af veik­leika í ein­angr­un. Tók viðgerðin 14 daga, en sér­hæfða viðgerðar­skipið Isaac Newt­on var fengið til að aðstoða við viðgerðina. Var fjar­stýrður kaf­bát­ur notaður og klippti hann streng­inn í sund­ur, en bil­un­in var á 50 metra dýpi. www.mbl.is greindi frá
Var hluti strengs­ins þar sem bil­un­in var send­ur til rann­sókn­ar á Englandi. Bruna­á­verk­ar voru á bútn­um vegna skamm­hlaups­ins sem varð í bil­un­inni og því ekki hægt að segja ná­kvæm­lega til um or­sök­ina. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýndu hins veg­ar fram á ákveðið magn óæski­legra agna í ein­angr­un­inni næst brun­an­um og eru mest­ar lík­ur tald­ar á því að bil­un­ina megi rekja til þeirra.
Í til­kynn­ingu frá Landsneti kem­ur fram að streng­ur­inn hafi verið fram­leidd­ur vorið 2013 í verk­smiðju ABB í Svíþjóð. Streng­ur­inn var prófaður sam­kvæmt stíf­ustu kröf­um að fram­leiðslu lok­inni í verk­smiðju, m.a. með há­spennu­prófi.
�?á er tekið fram að rekst­ur strengs­ins hafi gengið vel eft­ir að viðgerð lauk og ekki hafi komið upp nein önn­ur frá­vik. Ekk­ert bend­ir til ann­ars en að um staðbund­inn veik­leika hafi verið að ræða og að streng­ur­inn sé eft­ir viðgerð í góðu ásig­komu­lagi. Um var að ræða dýr­ustu viðgerð í sögu Landsnets en viðgerðin kostaði um 630 millj­ón­ir króna.