Veðrið hefur gert landsmönnum til sjávar og sveita lífið leitt allan febrúar og hefur það ekki létt sjómönnum lífið. Ekki síst loðnusjómönnum sem eiga allt sitt undir þokkalegu veðri til veiða og siglinga með aflann. Er mikið undir þegar loðnan er komin á grunnslóð og hver dagur skiptir máli.
Álsey var að nálgast Skarðsfjöruna þegar slegið var á þráðinn til Jóns Axelssonar, skipstjóra fyrir hádegi í gær. �??�?arna eru nokkrir bátar og við erum að nálgast þá,�?? sagði Jón. �??�?etta hafa verið stanslausar brælur og viðbjóður. Já, endalausar brælur og erfitt að eiga við þetta. Núna er stund milli stríða, styttist í næstu lægð og það eru einhver skip búin að kasta.�??
Álsey byrjaði á loðnuveiðum í janúar en er nú í sínum öðrum túr með grunnnótina. �??Við fórum þrjá túra með trollið í janúar og núna erum við búnir að landa einu sinni, 250 tonnum. Og þetta er búið að vera hundleiðinlegt en loðnan er stór og góð.�??
Ekki var Jón farinn að heyra um árangur hjá skipunum sem voru búin að kasta en segir ekki mikla loðnu á ferðinni. �??�?etta er frekar þunnt og tætingslegt. Eitthvað öðru vísi en í fyrra, miklu dreifðara og ekki þessi kökkur sem var á ferðinni í fyrra.�??
Í túrnum á undan voru út af Vík og Portlandinu þannig að loðnu er að finna á stóru svæði. En lítið næði til leitar. �??Hér erum við það innarlega í Bugtinni, í skjóli fyrir suðvestan áttinni og vonandi verður einhver árangur,�?? sagði Jón.
Á meðan eru norsku loðnuskipin að fá góðan afla fyrir norðan land, í grennd við Grímsey að því er kom fram í fréttum í gær.